Amerískar súkkulaðibitakökur II
July 30, 2018
Amerískar súkkulaðibitakökur II
Innihald
- 1,25 bolli hveiti
- 1 tsk matarsódi
- 1/2 tsk salt
- 1/2 tsk kanill
- 1 bolli smjör/smjörlíki
- 3/4 bolli púðursykur
- 3/4 bolli sykur
- 1 tsk vanilludropar
- 2 egg
- 3 bollar haframjöl
- 240 gr brytjað súkkulaði
Aðferð
– Smjör, sykur, púðursykur, egg og vanilludropar er þeytt saman.
– Þurrefnunum (nema haframjöli) bætt smám saman úti.
– Að lokum er haframjöli og súkkulaði blandað útí degið.
– Að lokum er súkkulaið og hnetum (ef vill) bætt útí.
– Sett með teskeið á bökunarplötu (með pappír) þarf að hafa gott bil á milli því þær renna út.
– Bakað við 200 gráður í 8 mín ef þær eiga að vera mjúkar en í 10 mín ef þær eiga að vera stökkar.
0 Comments