Súkkulaðikaka Marínar

October 28, 2018
agsdi-food-heart

Bökunnartími

19-22 mín
agsdi-bread-heart

Ofnhiti

180
agsdi-transporter

Setja í uppáhald

agsdi-transporter

Stjörnugjöf

No votes yet.
Please wait...

Súkkulaðikaka Marínar

Innihald

150 gr sykur
150 gr púðursykur
125 gr smjörlíki
2 stk egg
260 gr hveiti
1 tstk matarsódi
1 stk lyftiduft
1/2 tsk salt
40 gr kakó
2 dl mjólk

Krem
500 gr flórsykur
60 gr kakó
1 stk egg
80 gr smjörlíki
smá kaffi

 

Aðferð

Gott er að taka saman það sem á að fara í kökuna og passa að smjörlíkið sé mjúkt og að bæði egg og mjólk séu ekki alveg beint úr kæliskápnum.

Hærðrið saman sykur, púðursykur og smjörlíki þar til blandan er létt og ljós. Bætið eggjunum út í, einu í einu og hrærið vel á milli. Hveiti kakói og lyftiefnum, ásamt saltinu blandað saman og því næst blandað út í hræruna ásamt mjólk og ef vill, vanilludropum. Sett í hringmót eða ofnskúffu og bakað við ca 180° í 19-22 mín eða þar til kakan byrjar að losna frá börmum formsins. – Kælið kökuna. – Bræðið smjörlíkið og blandið öllu saman í skál og hrærið allt saman. – Smyrjið kreminu á kökuna, á milli botnanna ofaná og hliðar…. og stráið kókosmjöli yfir. Auðvitað má alveg setja eitthvað gott nammi í staðinn fyrir kókosmjölið, sérstaklega ef verið er að baka í tilefni afmælis eða slíks. 😉

 

 

 

0 Comments

Submit a Comment

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.