Súkkulaðibitakökur
April 2, 2020
Súkkulaðibitakökur
Innihald
- 200 gr smjörlæiki
- 1 bollo sykur
- 1 bolli púðursykur
- 2 egg
- 3 bollar hveiti
- 1 tsk matarsódi
- 1/2 – 1 tsk salt
- 1 msk vanillusykur
- 1 bollo kókosmjöl
- 200 gr rifið súkkulaði *
* Núna nota ég oftast bara tilbúna súkkulaði dropa… Þessa litlu dökku sem fást í Costco t.d.
Aðferð
Smjörlíki og sykur er hrært saman í létta og ljósa blöndu
Eggjum bætt út í eitt í einu og hrært vel á milli
Þurrefnum blandað saman og hrært út í blönduna
Sett á bökunarplötur með teskeiðum og bakað. Ég nota alltaf bökunarpappír á plötuna.
Þessar kökur er ekki bara bakaðar í kringum jólin heldur eru þær bakaðar nokkuð oft.
Þær klárast líka attaf jafn hratt.
0 Comments