Rúlluterta mömmu
October 28, 2018
Rúlluterta mömmu
Innihald
- 4 egg
- 50 gr sykur
- 50 gr flórsykur
- 50 gr hveiti
- 50 gr kartöflumjöl
- 30 gr kakó
Aðferð
– Eggjarauður og sykur þeytt vel saman.
– Hvíturnar og flórsykurinn þeytt vel saman.
– Hveiti, kartöflumjöli og kakói sáldrað saman og hrært saman við samanblandaðar eggjahrærurnar.
– Smurt út á ofnskúffu og bakað við 190°C í ca 10 mínútur og látin kólna. Gott er að setja rakt viskastykki yfir kökuna á meðan til þess að hún þorni ekki.
Smjörkrem
– 75 gr smjörlíki og 1+1/2 dl flórsykri hrært vel saman.
– 1 eggjarauðu ásamt með 1 tsk af vanillu blandað útí.
– Smyrjið kreminu á kökuna og rúllið henni upp.
Áhugaverðar uppskriftir
No Results Found
The page you requested could not be found. Try refining your search, or use the navigation above to locate the post.
0 Comments