Kúmenkringlur Soffíu
January 20, 2019
Kúmenkringlur Soffíu
Innihald
- 3 dl mjólk
- 100 gr smörlíki
- 1 bréf þurrger
- 2 tsk salt
- 3 tsk kúmen
- 8 dl / ca 500 gr hveiti
- 1 egg til penslunar
Aðferð
– Bræðið smjörlíki og blandið við velgda mjólkina.
– Blandið þurrefnunum saman ásamt með þurrgerinu og vætið í með volgri mjólkurblöndunni.
– Hnoðið saman í gljáandi deig með meira hveiti ef með þarf.
– Látið degið hefast þar til það hefur tvöfaldast að rúmmáli.
– Hnoðið degið niður og hlutið það í 16 til 18 bita og mótið fingurþykkar pylsur og síðan kringlur sem settar eru á bökunarplötu.
– Látið hefast aftur í 15 – 20 mín. undir rökum klút.
– Penslið með lítið eitt þeyttu egginu. Stráið kúmeni yfir ef vill og bakið í miðjum ofni í ca 6 – 10 mínutur við 225 – 250°C, eða þar til kringlurnar eru gullbrúnar að lit.
– Bestar volgar.
0 Comments