Fjölkornabrauð
December 30, 2019
Fjölkornabrauð
Innihald
- 300 gr hveiti
- 200 gr heilhveiti
- 1 pk þurrger
- 10 gr salt
- 350 ml vatn
*Ég bæti slatta af allskonar kornum/fræjum í deigið en geri það yfirleitt þannig að ég hef samanlagða þyngd aðalþurrefnana (hveiti+heilhveiti+korn) 500 gr
Aðferð
- Þurrefnum blandað saman í hrærivélaskálina og vökvanum svo blandað útí og hnoðað rólega í ca 2 mín. Hraðinn er síðan aukinn og hnoðað í ca 6 mín.
- Þegar degið er hnoðað er það látið hefast í u.þ.b. 1 klst
- Tekið úr skálinni og hnoðað niður á borði , brauð mótað, sett á plötu og látið hefast aftur í ca 30 mín
Ég er svo heppin að eiga bakarofn með gufu þannig að ég nota bara gufuna, en fyrir þá sem eiga ekki gufuofn er gott að hafa ofnin ca 240°C heitan þegar brauðið er sett inn og lækka þá niður í 220°C, en nota úðabrúsa til að úða vatni inn í ofninn til að búa til gufuna.
0 Comments