Lakkrístoppar
July 26, 2018
Lakkrístoppar
Innihald
- 3 eggjahvítur
- 200 gr púðursykur
- 150 gr rjómasúkkulaði
- 2 pokar súkkulaði húðað lakkrískurl
Aðferð
– Stífþeytið eggjahvíturnar og púðursykurinn og þeytið áfram þar til sykur er alveg horfin.
– Bæta þá söxuðu súkkulaði + lakkrískurli varlega útí með sleif til að skemma ekki þeytinguna.
– Set með teskeið á plötu með bökunarpappír og bakað við 175 gráður í c.a 12-14 mín.
Þessir eru ómissandi um jól og áramót og þar sem tvö af börnunum okkar eiga líka afmæli í kring um jól og áramót er nauðsninlegt að baka extra stóran skammt til að nóg sé af kökunum í báðum afmælum.
0 Comments