Kryddkaka a la tengdó

January 17, 2018
agsdi-food-heart

Bökunnartími

45 - 60 mín
agsdi-bread-heart

Ofnhiti

180°C
agsdi-transporter

Setja í uppáhald

agsdi-transporter

Stjörnugjöf

Rating: 5.0/5. From 1 vote.
Please wait...

Kryddkaka a la tengdó

Innihald

 • 250 gr smjörlíki
 • 150 gr púðursykur
 • 150 gr sykur
 • 3-4 egg
 • 700 gr hveiti
 • 2 tsk lyftiduft
 • 2 tsk natrón
 • 1-2 tsk kakó
 • 1 1/2 tsk kanill
 • 1 1/2 tsk engifer
 • 1 tsk negull
 • rúsínur
 • mjólk eftir þörfum

 

Aðferð

Hrærið saman sykur, púðursykur  og smjörlíki/smjöri þar til hræran er létt og ljós…

Eggjum bætt í hræruna, eitt og eitt í einu og hrært vel á milli.  Best er að brjóta egginn, eitt egg í senn í bolla/skál og því svo bætið út í hræruna.  Þetta er gert til að forðast að brot úr skurninni lendi saman við sykurhræruna.

Hveiti, lyftiefnum, kakói og kryddi er blandað saman og  sett út í hræruna ásamt mjólkinni, þar til degið er mátulega lint, og hrært þar til allt er vel blandað saman.

Rúsínunum er svo blandað út í í lokin.

Smyrjið mótin.  Ég nota 2-3 frekar stór brauðamót.

Deginu hellt í formin og grófjafnað og stungið í ofnin.  Passið bara að fylla ekki mótin nema að 2/3 hluta svo kakan geti lyft sér í ofninum án þess að flæða útum allan ofn.

Í lok bökunartímas er gott að taka tréprjón og stinga í miðja kökuna. Ef ekkert kemur á prjónin er kakan fullbökuð.

 

Þessi er mjög vinsæl á heimilinu og er oft bökuð.  Uppskriftina fékk ég fyrir ca 30 árum hjá henni tengdamóður minni.

 

0 Comments

Submit a Comment

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.