Jólakaka tengdó

December 26, 2017
agsdi-food-heart

Bökunnartími

u.þ.b. 40 mín
agsdi-bread-heart

Ofnhiti

150 - 175°C
agsdi-transporter

Setja í uppáhald

agsdi-transporter

Stjörnugjöf

No votes yet.
Please wait...

Jólakaka tengdó

Innihald

  • 150 gr smjörlíki
  • 175 gr sykur
  • 2-3  egg
  • 500-600 gr hveiti
  • 3-4 tsk lyftiduft
  • sítrónudropar
  • rúsínur
  • mjólk eftir þörfum

Aðferð

Gott er að taka saman það sem á að fara í kökuna og passa að smjörlíkið sé mjúkt og að bæði egg og mjólk séu ekki alveg beint úr kæliskápnum.

Hrærið saman sykur og smjörlíki/smjöri þar til hræran er létt og ljós…

Eggjum bætt í hræruna, eitt og eitt í einu og hrært vel á milli.  Best er að brjóta egginn, eitt egg í senn í bolla/skál og því svo bætið út í hræruna.

Þetta er gert til að forðast að brot úr skurninni lendi saman við sykurhræruna.

Hveiti og lyftidufti  er blandað saman og  sett út í hræruna ásamt mjólkinni og sítrónudropunum þar til degið er mátulega lint, og hrært þar til allt er vel blandað saman.

Rúsínunum er svo blandað út í í lokin.

0 Comments

Submit a Comment

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.