Vatnsdeigsbollur
March 1, 2020
Vatnsdeigsbollur
Innihald
150 gr smjörlíki
3 dl vatn
150 gr hveiti
5-6 egg
salt
strásykur
Aðferð
- Smjörlíki og vatn soðið saman í potti.
- Hveiti bætt úti og hrært saman þar til það stýfnar og losnar frá pottinum
- Salti og sykri stráð yfir og látið kólna
- Eggjunum bætt út í, einu í einu, og hrært vel á milli
- Sett á bökunarplötu með tveimur teskeiðum eða rjómasprautu.
- Bakað við 180°C í u.þ.b. 20 mínútur
ATH: Ekki opna ofninn fyrr en bollurnar eru bakaðar – Annars gætu þær fallið saman.
0 Comments